Nýr frisbígolfvöllur á Sauðárkróki

Nýr og glæsilegur frisbígolfvöllur er kominn í Sauðárgilið á Sauðárkróki, nánar tiltekið í og við Litla skóg. Þetta kemur fram á skagafjordur.is.

Folf er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf. Í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn frisbídiska þar sem markmiðið er að klára hverja braut á sem fæstum köstum. Á vellinum er að finna teiga, brautir og flatir þar sem markmiðið er að koma diskunum í þar til gerðar körfur sem gegna hlutverki hola.

Folf er skemmtileg íþrótt og tilvalin fyrir alla fjölskylduna.