Nýr framkvæmdastjóri SSNV

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur ráðið Berg Elías Ágústsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna.  Auglýst var eftir framkvæmdastjóra og bárust 14 umsóknir og voru tekin viðtöl við þrjá umsækjendur. Í framhaldi af því var ákveðið að ráða Berg Elías í starfið.

Bergur Elías Ágústsson er 51 árs , fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur og er menntaður í hagfræði fr600600p4948EDNmainMYND BEAá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi. Bergur hefur síðustu átta ár starfað sem bæjarstjóri í Norðurþingi en var áður bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Auk starfa sem bæjarstjóri hefur hann gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. í sjávarútvegi, sem og fjölda annarra trúnaðarstarfa á vettvangi sveitarfélaga.

Texti: www.ssnv.is