Nýr framkvæmdastjóri fjármála- og rekstararsvið

Staða framkvæmdastjóra fjármála- og rekstararsvið Sjúkrahússins á Akureyri var auglýst fyrir skömmu og bárust  tíu umsóknir um stöðuna. Unnið  hefur verið úr þeim umsóknum og hefur Guðmundur Magnússon verið ráðinn í starfið.

Guðmundur lauk B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði og M.Sc. gráðu í rekstrar- og stjórnunarverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Síðan þá hefur hann unnið við margvísleg störf tengdum fjármálastjórn og stjórnun almennt. Nú starfar Guðmundur sem framkvæmdastjóri fjármála og stoðþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands þar sem hann hefur yfirumsjón með m.a. fjárheimildum, áætlanagerð, bókhaldsþjónustu og greiningum. Áður var hann framkvæmdastjóri Lundar Rekstrarfélags þar sem hann stýrði starfsemi nemendagarða.

Hann tekur við stöðunni af Auði Elvu Jónsdóttur.