Hópur fólks í Fjallabyggð er þessa dagana að undirbúa nýtt framboð til sveitastjórnarkosninga 2018. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

“Við erum að vinna framboðslistann þessa dagana. Þetta verður mjög breiður listi fólks úr flestum áttum.
Það hafa margir komið að máli við mig varðandi það hvenær við komum til með að setja fram lista. Ég var búinn að svara mörgum því að við myndum leggja hann fram til kynningar núna sunnudaginn 15. apríl. Að öllum líkindum munum við ekki ná því á sunnudaginn en við stefnum að því að birta listann sem allra fyrst.”

Jón Valgeir Baldursson.