Nýr farsímavænn Héðinsfjörður

Vefurinn er kominn í nýjan búning sem gerir notendum farsíma og spjaldtölva auðveldara fyrir að lesa og skoða vefinn. Viðmótið er enn í hönnun og ekki orðið endanlegt svo það gæti tekið einhverjum litlum breytingum næstu daga. Í heildina þá eru hluturnir töluvert aðgengilegri ásamt nýjungum sem verið að að prufa. Endilega látið skoðun ykkar í ljós ef eitthvað er að trufla ykkur fastagestina. Vefurinn verður núna enn sýnilegri í Google leitarvélinni, en þar á bæ var nýlega tekið upp að þeir vefir sem ekki eru gerðir fyrir farsíma færast neðar í leitarvélina. Þá vil ég hvetja þá sem vilja leggja til efni, ljósmyndir eða hugmyndir að nýjungum láti í sér heyra.

Á þessu ári hafa komið 28.000 gestir og 68% nota tölvu, tæp 17% spjaldtölvu og rúm 15% nota farsíma. Hlutfall spjaldtölva og farsíma eykst töluvert á milli ára.

Vefurinn er allur unninn í sjálfboðavinnu af eigenda þess.

bakgrunnur_sumar