Nýr erlendur leikmaður til KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur fengið til sín nýjan erlendan leikmann sem kominn er með leikheimild og mun klára tímabilið með liðinu. Miloudi Khamlichi er miðjumaður og framherji sem getur leikið á vinstri og hægri kanti og er réttfættur. Hann kemur frá Frakklandi og hefur spilað í neðri deildum þar undanfarin ár. Hann er með tvöfalt ríkisfang, franskt og marakkóskt, er 29 ára og 178 á hæð. Hann er frönskumælandi, en talar einnig ensku og arabísku.

Það verður gaman að sjá hvernig þessi nýji leikmaður fellur inn í liðið í 2. deildinni og í hvaða formi hann er. Vel gert hjá KF að bregðast snöggt við á lokadögum félagsskiptagluggans.

Miloudi Khamlichi kom til landsins í dag og fer í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.

Image