Spænski varnarmaðurinn Fransisco Eduardo Cruz Lemaur er genginn til liðs við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og mun leika með liðinu í 2. deildinni  í sumar.

Edu er fæddur árið 1987 og er reynslumikill leikmaður og spilaði meðal annars með Grindavík í efstu deild og Lengjudeild. Hann verður 36 ára 7. mars næstkomandi en hann er fæddur á Las Palmas á Gran Kanarí. Hann er 185 cm á hæð og hægri fótar leikmaður. Hann er miðvörður að upplagi en getur einnig leikið sem djúpur miðjumaður.

Edu hefur æfingar hjá KF 1. apríl.

Sem ungur leikmaður u-17 og u-18 þá var hann á samning hjá Real Madrid og hjá Real Betis í u-19. Hann lék þó mest hjá neðri deildar liðum á Spáni allan sinn feril, en samdi þó við Grindavík árið 2016-17 og fór þaðan til Raufoss í Noregi en var aftur hjá Grindavík 2018. Hann hefur því ágæta reynslu af íslenska boltanum og veðurfari. Hann kemur núna frá spænska liðinu Estrella CF.

Hann lék 35 leiki fyrir Grindavík og skoraði tvö mörk á sínum tíma.