Nýr eftirréttur hjá Torginu slær í gegn

Nú nýlega byrjaði veitingahúsið Torgið á Siglufirði að bjóða upp á hinn vinsæla spænska eftirrétt, Churros og hefur hann slegið rækilega í gegn á veitingastaðnum.

Churros er einn af vinsælustu eftirréttum á Spáni, en Churros er til að mynda oft borðaður sem morgunmatur á sparidögum.

Torgið á Siglufirði hefur afgreitt Churros með þeyttum rjóma, súkkulaðisósu og sumir gestir hafa beðið um sérstakar útfærslur líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Stökkur og æðislegur eftirréttur með flórsykri sem vert er að prufa.