Nýr bókavörður ráðinn á Bókasafni Fjallabyggðar

Ráðið hefur verið í auglýsta stöðu bókavarðar á Bókasafni Fjallabyggðar á Ólafsfirði. Vilhjálmur Hróarsson var valinn úr hópi þriggja umsækjenda en starfið var auglýst í desember síðastliðnum.

Þeir sem sóttu um voru:
Tómas Waagfjörð,
Vilhjálmur Hróarsson og
Þorvaldur Hreinsson.