Nýr bátur í Síldarminjasafnið á Siglufirði

Nýr bátur hefur bæst við flotann hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði en hann var sóttur á Sauðárkrók. Báturinn heitir Arnar SK 164 og var smíðaður á Akureyri 1969 af Níels Kröyer undir handleiðslu Nóa Kristjánssonar skipasmiðs. Arnar er smíðaður úr furu, 6,72 m að lengd og er með Saab vél. Hann er hinn heillegasti en þarfnast viðgerðar á borðstokkum og öðru.

Arnar SK 164 var í eigu Birgis Sveinbjörnssonar á Akureyri frá 1971 til 1988 þegar Magnús Jónsson á Sauðárkróki keypti bátinn . Þá eignuðust hann Eyjólfur Sveinsson og Eiríkur Sigurðsson á Sauðárkróki – síðar varð Ólafur A. Jónsson einn eigenda og áttu þeir bátinn þangað til þeir afhentu hann Síldarminjasafninu á Siglufirði þann 12. febrúar 2013.

Nánar á http://sild.is/is/news/enn_baetist_i_batasafnid/