Nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar í nærmynd

Gunnar Ingi Birgisson er nýr Bæjarstjóri Fjallabyggðar og tekur við að Sigurði V. Ásbjarnarsyni. Gunnar Ingi verður 68 ára þann 30. september. Hann var formaður bæjarráðs Kópavogs frá 1990-2005, en þá tók hann við sem Bæjarstjóri Kópavogs til ársins 2009. Gunnar Ingi var Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árunum 1999-2006

Gunnar Ingi er með doktorspróf í Jarðvegsverkfræði frá University of Missouri  í Bandaríkjunum. Gunnar starfaði lengi sem verkfræðingur og framkvæmdastjóri.

Fram kemur í Kópavogsblaðinu að haustið 2013 hafi Gunnar veikst tölvuert og legið á Landspítalanum þar sem hann greindist með lungnabólgu og vírus lagðist á hjartað.  Bjargráður  var tengdur við hjartað á Gunnari en það tæki en það tæki er notað til að gefa rafstuð fái fólk lífshættulegar hjartsláttartruflanir. Gunnar sagði svo í blaðinu að hjartað í sér slæi eins og Rolls Royce Turbo.

gunnarIBirgisson

Mynd: althingi.is

Heimildir: althingi.is, kopavogsbladid.is