Nýr bæjarlistamaður Akureyrar

Myndlistarmaðurinn Haraldur Ingi Haraldsson  hefur verið valinn bæj­arlista­maður Ak­ur­eyr­ar 2016-2017, Akureyrarstofa tilkynnti þetta í vikunni.  Hann mun á starfslaunatímabilinu vinna að gerð þrívíddarsýningarsals á netinu og skönnunarvers af sama toga. Einnig stefnir hann að uppsetningu sýningar sem byggir á verkefni sem heitir „Cod head“ sem Haraldur Ingi hefur unnið að síðustu ár.

Heiður­sviður­kenn­ing Menn­ing­ar­sjóðs var veitt tveim­ur ein­stak­ling­um sem hafa með fram­lagi sínu stutt við og auðgað menn­ing­ar­líf bæj­ar­ins. Þetta eru Gunnfríður Hreiðarsdóttir sem hefur lagt mikið af mörkum til kórastarfs á Akureyri og Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni sem starfaði um árabil hjá Skáldahúsunum á Akureyri og vakti mikla athygli á skáldskap bæjarskáldanna Matthíasar Jochumssonar og Davíðs Stefánssonar með námskeiðshaldi og annars konar viðburðum.

vorkoma2016-web
Heimild og mynd: akureyri.is