Menntaskólinn á Tröllaskaga heldur árlega nýnemadag til að bjóða nýjum nemendum skólans velkomna og hrista saman hópinn af eldri og nýjum nemum.  Nemendafélagið skipulagði dagskrá í vikunni og var nemum skipt í hópa sem leystu þrautir og verkefni víða um Ólafsfjörð. Skólinn bauð svo nemum uppá pizzuveislu í hádeginu og að lokum var sundferð fyrir alla sem vildu.