Í lok vikunnar var nýnemadagurinn haldinn í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði, en þar eru nýir nemendur boðnir formlega velkomnir í skólann af þeim eldri.

Stjórn nemendafélagsins Trölla skipulagði líflega dagskrá sem samanstóð af fjöri og útiveru.

Fyrst var nemendum skipt upp í hópa sem fóru vítt og breitt um Ólafsfjörð í skemmtilegum ratleik. Þá tók við knattspyrnuleikur milli nýnema og þeirra eldri, sáust þar glæsilegir taktar. Fór svo að lokum að nýnemar höfðu nauman sigur.

Nemendurnir fengu svo pizzuhlaðborð í hádeginu og fóru í sund síðdegis.

Mjög gott hópefli fyrir nemendur skólans í byrjun annarinnar.

 

Frá þessu var fyrst greint á vef skólans ásamt myndum.