Dalvík/Reynir heimsótti Þrótt í Vogum á Reykjanesinu í 7. umferð Íslandsmótsins. Þróttarar voru á toppi deildarinnar eftir góða byrjun en Dalvíkingar höfðu sigrað einn leik og verið að sækja mörg jafntefli undanfarið.

Dalvík/Reynir tók forystuna í fyrri hálfleik þegar Þröstur Jónasson skoraði á 36. mínútu. Heimamenn voru ekki lengi að jafna og liðu aðeins þrjár mínútur þegar Þróttur hafði jafnað leikinn í 1-1. Jafnt í hálfleik og fjögur gul spjöld komin sem var áhyggjuefni fyrir bæði liðin í síðari hálfleik.

Þjálfari Dalvíkur gerði eina skiptingu í hálfleik þegar Jóhann Sigurjónsson kom inná fyrir Tómas Þórðarson.

Heimamenn komust yfir á 49. mínútu og var staðan 2-1 eftir mark Antons Guðlaugssonar.

D/R  gerði skiptingu á 70. mínútu þegar Áki Sölvason kom inná fyrir Angantý Gautason.

Jöfnunarmarkið kom svo á  92. mínútu þegar Borja Laguna skoraði. Staðan 2-2 og stutt eftir.

Viktor Daði kom inná í blálokin hjá D/R en fleiri mörk voru ekki skoruð. Gott jafntefli hjá D/R en heimamenn svekktir að fá á sig mark í blálokin.