Nýliðar óskast í Krullu á Akureyri

Fyrstu tvær vikurnar í janúar stendur Krulludeild Skautafélags Akureyrar fyrir átaki til að fá nýtt fólk til að koma á svellið og prófa þessa skemmtilegu íþrótt.

Öllum er velkomið að koma og prófa, konur og karlar á öllum aldri, unglingar og börn. Krullufólk með margra ára reynslu af íþróttinni verður til staðar og leiðbeinir nýliðum um grundvallaratriði íþróttarinnar og er allur búnaður einnig til staðar hjá deildinni. Gestir þurfa eingöngu að mæta í stömum og hreinum skóm og þægilegum klæðnaði. Ekkert kostar að koma og prófa krullu.

Opnu krullutímarnir verða:

Mánudaginn 7. janúar                 kl. 20.30-23.00
Miðvikudaginn 9. janúar             kl. 21.30-23.00
Mánudaginn 14. janúar               kl. 20.30-23.00
Miðvikudaginn 16. janúar           kl. 21.30-23.00

Krulludeild SA var stofnuð 1996 og heldur fjölda móta á hverju ári, meðal annars alþjóðlegt mót, Ice Cup, sem markar lok keppnistímabilsins í byrjun maí. Um 30-40 manns stunda krullu að staðaldri í Skautahöllinni á Akureyri.

Meira um Krullu hér.

Krulla á Akureyri