Hefur þú áhuga á að starfa í björgunarsveit? Nýliðakvöld og kynning á starfi Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði verður haldin fimmtudaginn 19. september.
Það verður opið hús hjá Strákum, fimmtudaginn 19. september frá kl. 20:00 að Tjarnargötu 18, fyrir alla sem vilja kynna sér starfsemi björgunarsveitarinnar.
Heitt verður á könnunni.