Nýjar öryggisreglur við Skíðasvæði Norðurþings

Öryggismál í skíðabrekkunni við Skálamelinn skíðasvæði Norðurþings hafa verið til umræðu. Borið hefur á því að iðkendur séu ekki með æskilegan öryggisbúnað í brekkunni.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings leggur það til að umræða fari fram um þessi mál í foreldrafélögum innan Norðurþings. Bent er á að forráðamenn barna bera ábyrgð á því að viðeigandi hlífðarbúnaður sé notaður enda eru börnin á ábyrgð forráðamanna á skíðasvæðinu. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Norðurþings hefur verið falið að koma á ákveðnum öryggisreglum í og við Skálamelinn.