Nýjar kennslugreinar í Tónskóla Fjallabyggðar næsta haust

Næsta vetur verður boðið upp nýjar kennslugreinar í Tónskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða hljóð- og upptökukennslu, hljómsveitabúðir í samstarfi við Neon og söng- og hljómsveitasmiðjur fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar og skólakór fyrir 8.-10. bekk.

Skólakór Fjallabyggðar verður samstarfsverkefni Tónskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar. Kórinn verður ætlaður nemendum í 8.-10. bekk. Stjórnandi kórsins verður Guðrún Ingimundardóttir tónlistarkennari.
Innritun fyrir næsta skólaár Tónskóla Fjallabyggðar hefst 2. maí.