Nýir rekstraraðilar opna Sundlaugina að Sólgörðum

Sundlaugin að Sólgörðum í Fljótum opnar aftur föstudaginn 17. júlí. Það er með mikilli ánægju sem nýir rekstraraðilar munu opna sundlaugina að Sólgörðum fyrir gestum föstudaginn 17. júlí kl. 15:00 – 21:00.

Nýir rekstraraðilar vonast til að sjá sem flesta en í tilefni dagsins verður ókeypis í sund og heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi.

Mynd frá Sundlaugin á Sólgörðum.

Mynd frá Sundlaugin á Sólgörðum.