Nú hafa nýjir eigendur tekið við rekstrinum á Kaffi Klöru í Ólafsfirði.
Þessa vikuna verður hádegismatur í boði frá kl. 11:45-13:30. Á fimmtudag verður blómkálssúpa og fiskréttur og á föstudaginn verður lambalæri og kökuhlaðborð í eftirrétt.
Þá verður hamingjustund á Kaffi Klöru kl. 19-21 á föstudaginn í tilefni uppstandssýningar Péturs Jóhanns á Tjarnarborg.
Það verður gaman að sjá hvaða áherslur nýir eigendur mun hafa á næstu mánuðum í rekstri kaffihússins.