Nýi golfskálinn á Siglufirði á hraðri uppleið

Nú er unnið að því að koma upp nýjum golfskála fyrir Siglógolf á Siglufirði. Áætlað var að opna um miðjan júlí, en sú tímasetning gæti dregist miðað við hvernig staðan er núna. Búið er að setja upp sperrur og byggja kvist en síðustu daga hefur verið unnið að því að setja krossviðarplötur á veggina. Heimamenn og brottfluttir Siglfirðingar hafa þó ekki látið stoppa sig að stunda golf á vellinum, en hann opnaði fyrir nokkrum vikum og er hægt að skrá sig á golf.is og hjá Sigló hótel.

 B