Ný verkefni styrkt í Fjallabyggð

Í upphafi árs hófst verkefniðRæsing í Fjallabyggð. Markmið verkefnisins var að kalla eftir góðum viðskiptahugmyndum frá íbúum Fjallabyggðar sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu.

Að lokum stóð valið milli fjögurra verkefna:

  •  Beint frá báti. Umsækjendur: Vigfús Fannar Rúnarsson og Laufey Ingibjörg Lúðvíksdóttir
  •  Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga. (Earth and sky – Auroral and Earthquake centre) Umsækjandi Ármann Viðar Sigurðsson, byggingartæknifræðingur.
  •  Kláfur á Múlakollu. Umsækjandi Helgi Jóhannsson, viðskiptafræðingur.
  •  Farþegaferja – (The Arctic boat) Fólksflutningar á milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar. Umsækjendur: Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir, viðskiptafræðingur og Sigtryggur Arnþórsson, viðskiptalögfræðingur.

Síðastliðinn föstudag voru veitt verðlaun fyrir þessi verkefni þegar boðað var til lokahófs. Umsækjendur kynntu hugmyndir sínar og að lokum tilkynnti formaður dómnefndar, Sigurður Steingrímsson úrslitin. Dómnefnd var skipuð einum fulltrúa Nýsköpunarmiðstöðvar, einum fulltrúa Fjallabyggðar og þremur fulltrúum styrktaraðila.
Fram kom í máli Sigurðar að öll fjögur verkefnin hefðu verið ákaflega vel unnin og mikill metnaður lagður í þau. Svo fór að dómnefndin gat ekki gert upp á milli tveggja verkefna og fengu þau því bæði 900.000 kr. í verðlaunafé fyrir bestu útfærðu hugmyndina. Þetta voru verkefnin; Farþegaferja, fólksflutningar á milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar og Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga.
Í öðru sæti var verkefni Helga Jóhannssonar, Kláfur á Múlakollu, og fékk hann 600.000 kr. í verðlaunafé.
Dómnefnd ákvað svo að veita verkefninu, Beint frá báti, sérstök hvatningarverðlaun að upphæð 400.000 kr.

Þetta eru mjög spennandi verkefni og verður gaman að sjá hvort þau komist öll í framkvæmd.

verdlaunahafar_anna_gudnyHeimild: fjallabyggd.is