Búið er að uppfæra vefsíðuna hjá Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, www.skardsdalur.is. Það er að sjálfsögðu Stefna hugbúnaðarhús á Akureyri sem uppfærði vefinn, en þeir hafa meðal annars uppfært flesta vefi sveitarfélaga á Norðurlandi. Á síðunni má finna allar helstu upplýsingar um opnunartíma, lyftur, gjaldskrá og aðrar upplýsingar sem skíðafólk þarf á að halda. Vefurinn er núna farsímavænn og nútímalegur.

Núna er einnig hægt að fá vetrarkort á tilboði til 3. desember á 20% afslátti.

Nánari upplýsingar:

Fullorðinskort kr 20.000.- Framhalds/háskólanemarkort kr 12.000.- Barnakort kr 8.000.- (11-17 ára), börn yngri en 10 ár eru á frígjaldi (4. bekkur og yngri)

Fullorðinskort 4 stk kr 69.000.- Fullorðinskort 5 stk kr 79.000.-

Öllum kortum fylgir Norðurlandskortið sem gildir til 1. apríl 2019. Skíðasvæðin eru Tindastóll, Tindaöxl, Böggvisstaðafjall og Hlíðarfjall.  Þeir sem kaupa vetrarkort eiga inni 2 daga á þessum svæðum.

Til sölu í Aðalbakaríi á Siglufirði og einnig er hægt að leggja inn á 348-26-1254 kt 640908-0680 og senda kvittun á skard@simnet.is.

Og að sjálfsögðu er hægt að koma í heimsókn í fjallið og kaupa, þar sem heitt er á könnunni.

Skíðasvæðið Siglufirði