Ný sýning væntanleg í Pálshús næsta vor

Hafin er vinna við uppgerð efri hæðar á Pálshúsi í Ólafsfirði. Það er Hollvinafélag Pálshúss sem stendur að uppbyggingu hússins. Neðri hæð hússins var tekin í gegn síðustu árin og hafa ýmsar sýningar verið þar frá opnun safnsins. Nú er verið að vinna að nýrri sýningu á neðri hæð hússins sem tengist hinu merkilega Ólafsfjarðarvatni og er áætlað að sýningin verði tilbúin í apríl 2019. Sýningar á efri hæð hússins ættu svo að geta opnað árið 2020 ef framkvæmdir ganga vel. Samtökin leita nú að fólki sem getur aðstoðað með málngarvinnu á efri hæð hússins.

Ljósmyndir: Héðinsfjörður.is/ Magnús Rúnar Magnússon