Ný sýning í Síldarminjasafninu næsta vor

Til stendur að opna nýja sýningu á Síldarminjasafninu á Siglufirði næsta vor og er ráðgert að vinna við hana hefjist í byrjun næsta árs og ljúki fyrir sumarið 2016. Þetta segir Örlygur Kristfinnsson safnastjóri Síldarminjasafnsins í nýlegu viðtali við N4.  Þetta mun vera sýning um vélarhluta Síldarfrystihússins sem safnið á og verður hægt að sjá frystivélasal og allt sem því tengist ef áætlunin stendur. Er þetta líklegast elsta og mögulega fyrsta frystivélasamstæða í landinu.

Þá segir hann að lifandi söltunarsýning safnsins hafi slegið í gegn og sé mikið aðdráttarafl fyrir safnið. Örlygur talar einnig um pakkhúsið sem var siglt með frá Akureyri og er í uppsetningu á Siglufirði. Húsið verði geymsla og sýningarhús sem geti tekið mörg ár að koma upp og verði dýrt verkefni en spennandi, enda um stórt hús að ræða. Hægt er að sjá viðtalið hér sem er rúmar 8 mínutur.

örlygur1