Ný störf auglýst á Sauðárkróki

Vinnumálastofnun auglýsir eftir öflugum starfsmönnum í áhugaverð og fjölbreytt störf á nýrri þjónustuskrifstofu húsnæðisbóta sem mun sjá um afgreiðslu og útborgun húsaleigubóta í samræmi við ný lög um húsnæðisbætur. Þjónustuskrifstofan verður staðsett á Sauðárkróki og mun hefja starfsemi í nóvember. Meðal þeirra starfa sem eru auglýst eru störf fjármálastjóra, háskólamenntaðra sérfræðinga og fulltrúa. Umsóknarfrestur starfanna er til og með 30.09.2016.