Ný stjórn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar

Á framhaldsaðalfundi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar sem fram fór þann 17. maí s.l. var kosin ný stjórn. Nýr formaður félagsins er Kristján Ragnar Ásgeirsson. Aðrir stjórnarmeðlimir eru: Gunnlaugur Sigursveinsson, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, Þorsteinn Sigursveinsson, Júlía Poulsen, Dagný Finnsdóttir og Hilmar Símonarson.

Á aðalfundinum voru hefðbundin fundarefni og þar kom t.d. fram að fjárhagslega stendur félagið vel að vígi og er stefnt að því að halda því áfram.

Hjá félaginu starfa tvö ráð, meistarflokksráð og barna- og unglingaráð.  Í meistaraflokksráði eru Gunnlaugur Sigursveinsson, Heiðar Gunnólfsson, Steinar Svavarsson, Þorsteinn Þorvaldsson, Magnús Þorgeirsson og Kristján Ragnar Ásgeirsson. Í barna- og unglingaráði eru Dagný Finnsdóttir, Júlía Poulsen, Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, Katrín Freysdóttir og Óskar Þórðarson.