Ný spurningabók: Hvað veist þú um Siglfirðinga og Siglufjörð?

Þórarinn Hannesson er höfundur bókarinnar Hvað veist þú um Siglfirðinga og Siglufjörð? en spurningakverið hefur að geyma 100 spurningar og svör um Siglufjörð og Siglfirðinga. Þórarinn samdi sjálfur spurningarnar sem eru ætlaðar til gamans og gagns þar sem lesendur fara að velta fyrir sér ýmsu um sögu Siglufjarðar.  Heftið er upplagt bæði fyrir íbúa og gesti Siglufjarðar og tilvalið t.d. í spurningaleiki á mannamótum. Heftið mun kosta 1.000 kr. og verður selt á ýmsum stöðum á Siglufirði t.d. í Ljóðasetrinu, Í Hjarta bæjarins, Bókasafni Fjallabyggðar og víðar. Einnig er hugmyndin að koma því í sölu utan fjarðar.

Útgáfuteiti verður föstudaginn 18. maí í Ljóðasetri Íslands kl. 17:00.