Ný snyrtivörulína frá Primex kynnt í Siglufjarðar apóteki

Nýja snyrtivörulínan frá Primex er að líta dagsins ljós.  Vörurnar verða kynntar til leiks í Siglufjarðar Apóteki n.k. föstudag frá 14:00-17:00. Þann dag verða líka allar vörur Primex á 25% afslætti í Siglufjarðar Apóteki. ChitoCare beauty er náttúrulega silkimjúk, verndandi og græðandi body lína með kremi annars vegar og líkamsskrúbb hins vegar.  Þessar vörur eru væntanlegar í apótekin um allt land á næstu dögum, en einnig er hægt að fá pantað og sent frá Siglufjarðar Apóteki.