Ný slökkvibifreið á leið til Húsavíkur
Norðurþing og PCC Bakkisilicon gerðu með sér samkomulag um kaup á slökkvibifreið fyrir slökkvilið Norðurþings, sem hefur verið í samsetningu í Póllandi. Bifreiðin á lokametrum í samsetnignu og er áætlað að bílinn verði kominn til Húsavíkur í lok október eða í byrjun nóvember. Fulltrúar frá slökkviliðinu í Norðurþingi munu fara til Póllands og taka bifreiðina út og fylgja henni til landsins.