Ný skýrsla um fugla í Hrísey

Út er komin viðamikil skýrsla um fuglalíf í Hrísey sem Þorsteinn Þorsteinsson og Sverrir Thorstensen unnu fyrir umhverfisnefnd Akureyrarbæjar. Í henni er gerð grein fyrir talningu fugla í eyjunni sumarið 2014 og niðurstöður bornar saman við áður óbirtar tölur úr talningum  frá árunum 1994 og 2004.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að talsverðar breytingar hafa orðið á fuglafánu Hríseyjar síðustu 50-60 árin. Af 37 tegundum sem nú verpa í eyjunni hafa 15 numið land eftir árið 1950.

Í skýrslunni kemur fram að Kríunni hafi fækkað talsvert milli ára, en árið 1994 töldust vera 25.000 fuglar, árið 2004 17.500 fuglar og árið 2014 9800 fuglar. Hrossagaukur töldust vera 249 árið 1994,  244 árið 2004 og 146 árið 2014. Spáinn taldist vera 147 árið 1994, 56 árið 2004 og 64 árið 2014.

Nánar á lesa í skýrslunni hér.