Ný reglugerð um sektir vegna brota á umferðarlögum

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vakið athygli á nýrri reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, sem tekur gildi 1.maí næstkomandi. Í henni felast verulegar hækkanir á sektum og má sem nefna hér nokkur dæmi:
Ekið á 115 km/klst 80.000 kr.
Ekið á 125 km/klst 115.000 kr.
Ekið á 135 km/klst 150.000 kr.

Farsími notaður án handfrjáls búnaðar 40.000 kr.
Ekið án þess að endurnýja ökuskírteini 20.000 kr.
Ökuskírteini ekki meðferðis 10.000 kr.
Öryggisbelti ekki notað 20.000 kr.
Og svo framvegis.

Reglugerðin er hér :
https://www.samgongustofa.is/…/log-og-reg…/B_nr_288_2018.pdf