Ný plata tekin upp í Skagafirði

Út er komin platan Gillon. Útgáfan er fjórða sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og er hún nefnd eftir flytjandanafni hans. Hans fyrsta plata, Næturgárun kom út árið 2012. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Hljóðfæraleikur var í höndum hans og Gillons, en þeir eru félagar í hljómsveitinni Contalgen Funeral.

Öll lög og textar eru eftir Gillon utan við 2 ljóð eftir Ingunni Snædal en þau eru úr bók hennar, Komin til að vera, nóttin, sem kom út árið 2009.  Ljósmynd á umslagi er eftir Hjalta Árna.
Útgáfan var styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.
Hér eru lögin My Special Mine og Sumar.
Gillon, skann cover