Þessi skemmtilegi texti kemur frá heimasíðu Síldarminjasafnsins: www.sild.is

Nú er mokað upp gömlum undirstöðum síldarbrakka Ole Tynes til að leggja nýjan grunn að framtíðar glæsihóteli, Hótel Sunnu. Veitingahúsin Rauðka og Hannes Boy eru í gömlum fiskverkunarhúsum. Rækjuvinnsla og höfuðstöðvar Ramma eru byggðar á lóð síldarverksmiðjunnar Rauðku. Veitingahúsið Torgið er í fornu byggingavöruverlsun KFS. Siglósport í Kjötbúð KFS. Sparisjóður Siglufjarðar er starfræktur í húsi Útvegsbanka Íslands. Kítósanvinnsla Primex er í síldarþróarhúsinu Síberíu. Aðalbakarinn bakar í apóteki A.R. Schiöth. Björgunarsveitin Strákar er í loftvarnabyrgi frá seinna stríði, Þjónustustofnun verkafólks, Eining-Iðja, er í gömlu Bólsturgerðinni, Síldarminjasafn Íslands er risið á lóðum söltunarstöðvanna Nöf, Njarðar, Ísfirðinga/Róalds og Ásgeirs Péturssonar.

Heimild: www.sild.is