Félagið UMFL hyggst gera löglega keppnisbraut í Langanesbyggð, í samræmi við reglur Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands. Auk þess stefnir félagið á að setja upp aðstöðu fyrir iðkendur í malargryfjunni í Hálsi. UMFL mun kosta framkvæmdina að öllu leyti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Langanesbyggðar hefur samþykkt að veita UMFL leyfi til að ráðast í framkvæmdina.