Ný löggjöf um Skógrækt á Íslandi

Gildandi skógræktarlög endurspegla ekki skógrækt dagsins í dag. Þetta segir formaður nefndar sem undirbýr nýja löggjöf um skógrækt á Íslandi.

Í vor var sett á laggirnar nefnd sem vinna átti greinargerð um inntak og áherslur nýrrar löggjafar um skógrækt. Á grundvelli hennar mun umhverfisráðuneytið vinna drög að frumvarpi nýrra skógræktarlaga.

Valgerður Jónsdóttir formaður nefndarinnar segir mikilvægt að skapa skógræktarstarfinu lagaramma sem endurspegli skógrækt dagsins í dag en gömlu lögin sem tóku gildi árið 1955 geri það ekki.

Heimild: Rúv.is