Ný íþróttaáhöld í MTR

Nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga haf fengið ný áhöld til að iðka frjálsar íþróttir í skólanum. Um er að ræða kúlur, kringlur og startblokkir. Frjálsíþróttaakademía tók til starfa á síðasta skólaári MTR og á þessu ári verður starfið aukið. Þórarinn Hannesson, íþróttakennari með meiru leiðir þetta starf.

Áhöldin voru prófuð á Íþróttavellinum í Ólafsfirði og verða æfingar utan dyra meðan að veður leyfir.

img_4360

Mynd: MTR.is / GK.