Nýju húsin á Vallarbraut á Siglufirði eru komin í sölu en margir hafa verið að bíða eftir að sjá á hvaða verði þau myndu koma inn á markaðinn. Íbúðirnar tvær sem eru komnar í sölu núna við Vallarbraut 2 eru 72 fm og 2ja herbergja og hinsvegar  4ja herbergja 106,3 fm.  Minni íbúðin kostar aðeins 39,9 milljónir en stærri kostar 57,5 milljónir.  Fermetraverðið á minni eigninni er rúmlega 554 þúsund krónur en rúmlega 542 þúsund krónur á stærri íbúðinni. Íbúðirnar standast skilyrði hlutdeildarlána.  Vallarbraut 2 á horni Þormóðsgötu og Túngötu. Vallarbraut 1,3 og 5 eru fyrir neðan Hvanneyrarbrautina og er Vallarbraut 1 á horni Þormóðsgötu og Vallarbrautar. Það er Fasteignamiðlun sem sér um sölu íbúðanna.

Húsin við Vallarbraut 2, 4 og 6 eru tveggja hæða hús. Íbúðirnar eru 2ja-4ra herbergja með tengi fyrir þvottavél inn á baði. Séreignar geymslur ásamt vagna- og hjólageymslu í sameign eru á fyrstu hæð. Fimm íbúðir eru í hverju húsi. Íbúðinrar skilast fullbúnar án gólfefna. Votrými skilast með flísum á gólfi.

Útveggir eru úr timburveggjaeiningum, byggðir upp úr timburgrind sem er einangruð með steinull á milli, að utanverður klæddur með timbur-eða báruálsklæðningu, að innanverður klædd gipsplötum.
Botnplata er steypt. Gólf yfir 1.hæð er timburgólf með steinull á milli og klætt að neðanverðu með gipsplötu. Gert er ráð fyrir að votrými og anddyri séu flísalögð og önnur rými verði parketlögð. Gert er ráð fyrir gólfhitalögn á báðum hæðum.

Öllum íbúðum er skilað með eldhúsinnréttingum, baðinnréttingum og  fataskápum í svefniherbergjum. Innréttingar eru sérsmíðaðar HTH innréttingar frá Ormsson, plasthúðaðar (CPL).

Snjóbræðsla verður sett í gangstétt frá bílastæðum og í gönguleið að inngöngum/stiga. Tvö bílastæði fylgja hverri íbúð.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali í Fjallabyggð, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is. Hægt er að bóka skoðun á vef Fasteignamiðlunar.