Ný flotbryggja og önnur endurbyggð í Fjallabyggð

Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt kaup á nýrri 25 metra langri flotbryggju og að gamla flotbryggjan verði endurbyggð. Þá verða keypt öryggishlið sem komið verður fyrir á flotbryggjum í Fjallabyggð. Kostnaður við nýja flotbryggju er 10.770.000 kr., og endurnýjun á eldri flotbryggju kostar 4.194.496 kr. Þá kosta 2 öryggishlið 1,2 milljónir.