Sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði hefur gefið út nýja bók núna fyrir jólin. Bókin heitir Völvur á Íslandi, en það er Bókaútgáfan Hólar sem gefur hana út. Þetta er sannkallað stórvirki og var lengi í smíðum. Sigurður hefur gefið út nokkrar bækur á síðustu árum eins og Hrafninn frá 2022, Fugladagbókin frá 2022, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin frá 2020, Gústi frá 2019 og Íslenska biblían frá 2015.

Frá elstu tímum eru til sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, stundum reyndar óttablandinnar, enda voru þær á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það, sem flestum öðrum var hulið. Sumum þeirra fylgja magnaðar sögur og þær finnur þú í þessari einstöku bók.

Bókin er 420 blaðsíður og fæst í Pennanum Eymundsson á Akureyri og í Mjóddinni.