Bílaframleiðandinn Mercedes Bens frumsýndi nýlega auglýsingamyndband fyrir sinn nýjasta bíl sem nefnist CLA. Myndbandið er að stórum hluta tekið upp í Mývatnssveit og í Eyjafirði en mikil leynd hvíldi yfir verkefninu á meðan á tökum stóð því helst mátti enginn sjá bílinn áður en hann var frumsýndur í Berlín, 15. janúar sl.