Ný atvinnumálanefnd stofnuð í Fjallabyggð

Ný Atvinnumálanefnd hefur verið stofnuð í Fjallabyggð og fer með verkefni á sviði atvinnumála ásamt öðrum þeim verkefnum. Tveir voru á móti þessari nýstofnuðu nefnd og sögðu að Fjallabyggð hefði greiðan aðgang að Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar sem veitir frumkvöðlum og fyrirtækjum þá þjónustu sem þessari nefnd er ætlað að veita.

Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu í Atvinnumálanefnd Fjallabyggðar.

Valur Þór Hilmarsson – Formaður F-lista
Friðfinnur Hauksson – Varaformaður S-lista
Lára Stefánsdóttir – Aðalmaður S-lista
Kjöri á aðalmanni D-lista frestað til næsta fundar bæjarstjórnar
Ásdís Sigurðardóttir – Aðalmaður F-lista

Árni Sæmundsson -Varamaður F-lista
Egill Rögnvaldsson – Varamaður S-lista
Sæbjörg Ágústsdóttir – Varamaður S-lista
Kjöri á varamanni D-lista frestað til næsta fundar bæjarstjórnar
Anna Þórisdóttir – Varamaður F-lista