North Ultra ofurhlaup á Tröllaskaga

North Ultra er 56 km ofurhlaup í fjalllendi og North Half er 25 km fjallahlaup sem fram fara á Tröllaskaga. Hlaupin fara fram laugaradaginn 28. ágúst. Nú þegar hafa yfir 200 manns skráð sig í þessi tvö hlaup.

Klukkan 8:00 laugardaginn 28. ágúst verður fyrsta North Ultra hlaup Fjallakofans ræst og klukkan 12:00 verður fyrsta Half North hlaupið ræst.

Það er erfitt að finna eins ægifagran stað á íslandi og Tröllaskagann, náttúran þar er kröftug og segir sögu mikilla náttúruafla sem hafa unnið sitt verk í milljónir ára og skilið eftir þetta ævintýraland útivistarmanneskjunnar. Fjöllin eru fögur og friðsæl, öldurnar skella kraftmiklar á klettunum og lyktin af náttúrunni fyllir loftin. Það er ekkert sem jafnast á við sumar í fjörðum Tröllaskagans.

North Ultra er ekki fyrir gangandi þátttakendur og er ætlað reynslumiklum hlaupurum sem eru í mjög góðri alhliða líkamlegri þjálfun.

Afhending gagna fer fram á Siglufirði 27. ágúst á milli 17-20 ( North Ultra & North Half ). Á Dalvík 28. ágúst á milli 7:00 -7:30 ( North Ultra ) og á  Ólafsfirði frá 10-11 ( Fyrir North Half ).

North Ultra hlaupið mun leiða þig frá Dalvík, yfir til Ólafsfjarðar, niður Héðinsfjörð og loks til miðbæjar Siglufjarðar. Í hlaupinu fylgjum við fornri samgönguleið sem notuð var á árum áður fyrir bréfburð, matarflutning o.m.f. Einstök náttúrufegurð heltekur þig, þar sem slóðinn er umkringdur ósnortinni náttúru og mikilfenglegu útsýni.

Half Ultra hlaupið leiðir þig forna þjóðleið frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og það sama á við þar og í North Ultra þú munt aldrei gleyma útsýninu.

North Ultra

 • Hlaupaleiðin er frá Dalvík og inn á Siglufjörð. Hlaupið er yfir fjalllendi og niður í firði. Dalvík – Ólafsfjörður – Héðinsfjörður – Siglufjörður
 • Kort af hlaupaleið North Ultra
 • Tímatakmörk 12 klst
 • Skráningargjald er 20.000 kr
 • Aldurstakmark 18 ár
 • Hámarksfjöldi hlaupara: 200
 • Hlaupið hefst kl 8:00

 

North Half

 • Hlaupið er frá Ólafsfirði yfir á Siglufjörð.
 • Kort af hlaupaleið North Half
 • Skráningargjald er 10.000 kr
 • Aldurstakmark 18 ár
 • Hámarksfjöldi hlaupara: 200
 • Hlaup hefst kl 12:00