Norsk og íslensk þjóðlög sungin í Menningarhúsinu Tjarnarborg

Fánalitirnir, norsk og íslensk þjóðlög verða leikin í nýjum búningi í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, laugardaginn 18. október næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og kostar 2500 krónur miðinn.  Einnig verða tónleikar í Akureyrarkirkju, föstudaginn 17. október.

Flytjendur eru:

  • Steinar Strøm, harðangursfiðla
  • Harald Skullerud, slagverk
  • Eyþór Ingi Jónsson, harmóníum
  • Hymnodiatjarnarborg_tonleikar_hymnodia

Flytjendur blanda saman norskum og íslenskum þjóðlagahefðum. Einnig verður frumflutt ný tónlist, byggð á íslenskum þjóðlögum.