Norrænt skólahlaup í Fjallabyggð

Unglingarnir í Fjallabyggð hlupu hið árlega Norræna skólahlaup í síðustu viku. Góð þátttaka var í hlaupinu, en yngri nemendur tók þátt með því að fara í ratleik.  Markmið hlaupsins er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu.  Einnig að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Eldri bekkir hlupu:

  • 8. bekkur hljóp 8.4 km á hvern nemenda
  • 9. bekkur hljóp 7.8 km á hvern nemenda
  • 10. bekkur hljóp 6.8 km á hvern nemenda