Norræn þjóðlistahátíð á Akureyri

Dagana 20. – 23. ágúst næstkomandi verður haldin norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna á Akureyri sem hefur yfirskriftina Erfðir til framtíðar (Tradition for Tomorrow). Að verkefninu stendur Norræna þjóðtónlistarnefndin (Nordisk Folkmusik Kommitté) í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er dr. Guðrún Ingimundardóttir, tónlistarfræðingur. Verkefnið er formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Alla dagskránna má sjá hér.

Á hátíðinni koma fram meira en 100 tónlistarmenn og dansarar frá Norðurlöndum og sýna hvaða kraftur, fegurð og fjör býr í listformi byggðu á rótgrónum hefðum.  Allir eru velkomnir á hátíðina, enda er hún vissulega fyrir fólk á öllum aldri og ekki síst unga fólkið sem eflaust uppgötvar að nýja íslenska tónlistin teygir rætur sínar langt aftur í aldir.

spaelimennsvhv

Heimild: http://www.rha.is/folk/islenska