Norræn Strandmenningarhátíð á Siglufirði

Norræn strandmenningarhátíð verður á Siglufirði dagana 4.- 8. júlí 2018. Vitafélagið – Íslensk strandmenning hefur birt drög að dagskrá þessa daga. Setningarathöfn verður miðvikudaginn 4. júlí kl. 17:00. Aðra daga verður meðal annars Norrænar kvikmyndir sýndar í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Ljósmyndasýning verður í Sauðanesvita, Bókasafnið verður Norðurslóðasetur, á hátíðarsvæðinu munu Grænlenskir listamenn sýna trommudans og þjóðdansa. Málþing verður í Síldarminjasafninu.  Eldsmiðir verða við vinnu sína. Vinnustofur fyrir börn og einstaklingar sýna gamalt og nýtt handverk í tjöldum.

Drög að dagskrá:

Fimmtudagur 5. júlí kl. 10:00 -17:00
Torsdag 5. juli kl. 10:00-17:00

Sýningatjöld, vinnustofur og aðrir sýningastaððir
Sauðanesviti- Ljósmyndasýning
Ytrahúsið-Örlygur Kristfinnsson
Bókasafnið – Norðurslóðasetrið
Í tjöldum: 20 einstaklingar sýna gamalt og nýtt handverk t.d. vinna með roð, ull, dún og fl.
Siglfirskir listamenn við vinnu sína
Netagerð í höndum heimamanna
Bátar opnir og til sýnis. Í sumum þeirra eru sýningar í boði
Eldsmiðir við vinnu sína
Vinnustofa fyrir börn
Á hátíðarsvæðinu munu Grænlenskir listamenn sýna trommudans, þjóðdansa

Málþing í Síldarminjasafninu um viðhald og viðgerðir á bátum
Fyrirlesarar:Hanna Hagmark Cooper, Anders Bolmsted, Almogebåtarna Svíþjóð, Hafliði Aðalsteinsson, Jón Ragnar Daðason
Námsekið í bátasmíði í Slippnum

Norrænar kvikmyndir í Tjarnarborg

 

Föstudagur 6. júlí Fredag 6.juli

Sýningatjöld, vinnustofur og aðrir sýningarstaðir kl. 10:00-17:00
Sauðanesviti- Ljósmyndasýning
Ytrahúsið-Örlygur Kristfinnsson
Bókasafnið – Norðurslóðasetrið
Í tjöldum: 20 einstaklingar sýna gamalt og nýtt handverk sem einkennir sjávarsíðuna. T.d. vinna með ull, roð, dún og fl.
Netagerð í höndum heimamanna
Bátar opnir og til sýnis. Í sumum eru sýningar í boði
Eldsmiðir við vinnu sína
Vinnustofa fyrir börn
Á hátíðarsvæðinu munu Grænlenskir listamenn sýna trommudans, þjóðdansa, syngja og sýna grænlenska list
Málþing í Síldarminjasafninu um UNESCO, súðbyrtabáta og hefðir í norrænni strandmenningu Fyrirlesarar:Tore Friis-Olsen, Kysten, Noregi, Jon Borger Godal, Noregi, Hansi í Líðini, Josko Bozanic, Króatíu
Námskeið í bátasmíði heldur áfram

Norrænar kvikmyndir í Tjarnarborg

Laugardagur 7. Júlí Lördag 7. Juli

Sýningatjöld, vinnustofur og aðrir sýningastaðir kl. 10:00-17:00
Sauðanesviti-Ljósmyndasýning
Ytrahúsið- Örlygur kristfinnsson
Bókasafnið –Norðurslóðasetrið
Í tjöldum: 20 einstaklingar sýna gamalt og nýtt handverk sem ein kennir sjávarsíðuna.
T.d. vinnu með ull, roð, dún og fl.
Netagerð í höndum heimamanna
Bátar opnir og til sýnis
Í sumum eru sýningar í boði
Eldsmiðir við vinnu sína
Vinnustofa fyrir börn
Á hátíðarsvæðinu munu Grænlenskir listamenn sýna trommudans, þjóðdansa,syngja og sýna grænlenska list

Norrænar kvikmyndir í Tjarnarborg

Bryggjuball

Sunnudagur 8. júlí Söndag 8. juli

Kl. 11:00 Guðþjónusta í Siglufjarðakirkju