Norræn listahátíð á Akureyri í sumar

Norræn þjóðlistahátíð verður haldin á Akureyri í sumar og stendur hátíðin dagana 20.-23. ágúst. Á hátíðinni koma fram hæfileikaríkir tónlistarmenn og dansarar frá norðurlöndunum öllum og sína hvaða kraftur, fegurð og fjör býr í listformi byggðum á rótgrónum hefðum. Á hátíðinni verður líka Sprotasvið þar sem ungum og upprennandi tónlistarmönnum er boðið að koma fram og spreyta sig. Tónleikar, danssýningar og námskeið fara fram um allan Akureyrarbæ, fyrir gesti og gangandi.

Aldrei fyrr hefur verið haldin svona listahátíð með tónlist og dansi allra Norðurlanda. Á hátíðinni má heyra og sjá kraftmiklar hljómsveitir, fjörugan dans, flottan söng og hljóðfæraleik.

Viðburðastofa Norðurlands hefur umsjón með tónleikum, sýningum og námskeiðum. Miðasala fer fram á www.rha.is/folk og opnar upp úr miðjum febrúar.

Á hátíðinni verða líka fræðimenn að fjalla um Norræna þjóðtónlist og þjóðdansa og Norrænir ráðamenn til að kynnast fjölbreyttri flóru Norrænnar menningar og skiptast á skoðunum um verndun menningarerfða.

Að hátíðinni standa rótgróin og kraftmikil samtök þjóðtónlistar og þjóðdansa á norðurlöndum, Nordisk Folkmusik Kommitté, og margir innlendir aðilar, svo sem Viðburðastofa Norðurlands, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, Ferðaskrifstofa Akureyrar, ÞjóðList ehf, Stemma-Landssamtök kvæðamanna, Dansfélagið Vefarinn, Rannsóknarstofa í tónlistarfræðum við Háskóla Íslands, Norrænahúsið, Útón og Íslandsstofa.

Heimild: thjodlist.is

lk-dag-3-foto-foto-eivindkaasin_051-2