Norræn bakarasamtök funduðu á Siglufirði

Landssamtök bakaría og kökugerða á Norðurlöndum héldu sinn árlega fund í vikunni og að þessu sinni var fundurinn haldinn á Siglufirði. Fulltrúar Íslands voru Jóhannes Felixson og Ragnheiður Héðinsdóttir.

Á fundinum var fjallað um fjölbreytt málefni sem varða bökunariðnaðinn og starfsumhverfi hans, eins og stöðu og þróun á matvörumarkaði, menntamál, samkeppnismál, kjaramál og ýmis fagleg málefni.

Myndir með frétt frá Samtökum Iðnaðarins, www.si.is
Mynd: Sa.is